top of page
Nick-Afi-heil.png

Afi

Afi er alltaf í góðu skapi og finnst ekkert skemmtilegra en að spila á úkuleleið sitt og gera galdrabrögð.

Sveinn-Barði-Heil.png

Barði 

Barði elskar að syngja og semja lög um allt sem hann sér og hugsar. Hann er forvitinn og vill helst leika við vini sína allan daginn.

Bobba er stundum svolítill kjáni og líka pínulítið stríðin, hún talar eiginlega alltaf alltof mikið. Bobba elskar að segja prumpu brandara og bora í nef (sem er erfitt fyrir trúða). En hún er oftast bara blíð og glöð og góð og frábær.

Bobba

Arnar-Bolli-Heil-alpha.png

Bolli

Bolli er hress, kátur og hjálpsamur trúður. Honum finnst gaman að leika sér í allskonar leikjum þótt hann muni ekki alltaf reglurnar. Hann kann sko bestu brandara í heimi og hann er alltaf til brandara keppni.

Lauren-Bulla-Heil.png

Bulla

Bulla elskar að tala bull og meikar ekki alltaf sens. Hún hefur gaman af því að djöggla, leika sér í kjánalegum leikjum og gera alls konar mjög mikilvæga trúðahluti.

Bergdís-Gulla-Heil.png

Gulla

Gulla er jákvæð og björt eins og sólin. Hún elskar að hlæja og prófa nýja hluti. Enda er hún afskaplega forvitin. Hún er sérlega góð í að syngja og búa til lög.

Jóakim-Gormur-Heil.png

Gormur

Gormur er uppátækjasamur grallari. Hann elskar ekkert meira en að koma fólki í gott skap og sýna sirkusbrögð sem hann hefur æft árum saman (að eigin sögn) eins og að láta sápukúlur hverfa á undraverðan hátt.

​Kúla

Kúla er sérfræðingur í að blása sápukúlur og elskar að syngja lög um líðandi stund og það sem fyrir augu ber. Hún kann líka nokkur töfrabrögð og sýnir þau óspart. Kúlu finnst fátt skemmtilegra en þegar krakkarnir kenna henni eitthvað nýtt.

Tinna-Kúla-Heil.png
TinnaÁ-Ljós-Heil.png

ljós

Ljós er glaðlyndur og líðugur trúður. Henni finnst gaman að hitta og kynnast fólki, finnst mjög gaman að syngja og spila á allskonar hljóðfæri, einnig gaman af leikjum og óvæntum aðstæðum.

Þruma

Þruma er prakkari sem vill öllum vel. Hún kann að blása heimsins stærstu sápukúlur og finnst ekkert skemmtilegra en að leika sér með brúður og hlaupa.

Trúðavaktin © 2025

  • Black Facebook Icon
bottom of page