top of page

Um okkur

Trúðavaktin, íslensku sjúkrahústrúðarnir, eru fyrstir sinnar tegundar á Íslandi. Vaktina skipa níu fagmenntaðir leikarar sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í starfi sjúkrahústrúða. Trúðavaktin býður ókeypis þjónustu fyrir Barnaspítala Hringsins og hóf starfsemi sína þann 1. mars 2018. Trúðarnir heimsækja öll börn frá 0-18 ára á spítalanum, alla fimmtudaga, allt árið um kring, tveir trúðar í senn. Hlutverk Trúðavaktarinnar er að skapa stuttar gleðistundir í erfiðum aðstæðum.

Teymið

Framkvæmdastjóri: Agnes Wild 

Stjórn Trúðavaktarinnar: Anna Bergljót Thorarensen, Virginia Gilliard. 

Trúðar: Agnes Wild, Árni Beinteinn, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Elísabet Guðrúnardóttir Skagfjörð, Hákon Jóhannesson, Nick Candy, Tinna Þorvalds Önnudóttir og Valdís Arnardóttir. 

Ljósmyndari: Kristín Edda Gylfadóttir. 

bottom of page